Hús Frítímans

Hús frítímans er hjarta tómstundastarfs á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarđar.

Ađstađa Húss frístímans er opin fyrir félagsstarfsemi allra íbúa sveitarfélagsins.

SKAGFIRĐINGAR á öllum aldri hafa ađstöđu til tómstundastarfs í Húsi frítímans á Sauđárkróki. Ţar geta eldri borgarar spilađ á spil á međan prjónaklúbbur starfar, kór ćfir og unglingar eru á netinu eđa spila billjard viđ afa, svo dćmi af einum raunverulegum degi sé tekiđ.

Hús frítímans er miđstöđ tómstundastarfs allra íbúa sveitarfélagsins, óháđ aldri, og er nýjung á Íslandi. Ţađ var opnađ í mars 2009. Áđur var félagsmiđstöđ fyrir grunnskólanemendur í skólanum og ađstađa til tómstundastarfs eldri borgara víđsvegar um fjörđinn. Húsnćđiđ var illa nýtt, ungmennahús vantađi fyrir eldri unglingana og almennan mótsstađ fyrir fullorđna.

Hús frítímans er hugsađ eins og íţróttahús ţar sem dagskrá er allan daginn fyrir mismunandi hópa. Viđ getum ráđiđ fólk í fullt starf og nýtt reynslu ţess og ţekkingu og jafnframt lćkkađ rekstrarkostnađ.

Undirbúningsvinna byrjađi í 2004 en raunveruleg framkvćmd var ekki fyrr en sumariđ 2007. Fulltrúar frá öllum aldurshópum fóru af stađ til ađ vinna saman ađ hugmyndum. Mikiđ var síđan notađ af ţessum hugmyndum ţegar endurbygging Húsins byrjađi. Starfsemi í húsinu hófst síđan í febrúar 2009 en formleg opnun var 5. mars. 

Eftir árs reynslu sáum viđ hve fólk náđi fljótt vel saman og ađ ekki urđu neinir árekstrar. Áhugamálin tengja fólk saman.

Auk starfsemi í ţágu eldri borgara, ungmenna og grunnskólabarna er húsiđ opiđ fyrir hvers konar félags- og menningarstarfsemi íbúa hérađsins. Mikiđ er um ađ íţróttafélög og klúbbar fundi. Haldnir eru tónleikar, opnar kórćfingar, fyrirlestrar, námskeiđ og leikćfingar svo nokkur dćmi séu nefnd. Áherslan er ekki síst á menningu og listir.

Ekki má gleyma ţví ađ starfsmenn sveitarfélagsins sem vinna međ ungu fólki hafa bćkistöđ í Húsi frítímans, útideildin, leiđbeinendur og verkstjórar í vinnuskóla og á sumarnámskeiđum sem haldin eru undir heitinu Sumar TÍM.

Viđ skipulagningu dagskránnar er tekiđ miđ af fjölskyldustefnu. Reynt er ađ flytja starfsemina framar á daginn. Markmiđiđ er ađ börn yngri en ellefu áru séu ávallt búin klukkan fimm á daginn og geti notiđ samvista viđ foreldra sína eftir vinnu.

Frístundastrćtó er í bođiđ til ađ auđvelda öllum Skagfirđingum, hvar sem ţeir búa í hérađinu, ađ taka ţátt í starfinu í Húsi frítímans.

Mikil aukning hefur orđiđ í öllu félagsstarfi međ ţessari nýju ađstöđu enda hefur fjölbreytnin aukist.

Svćđi

Hús frítímans   |   Sćmundargata 7B   |   550 Sauđárkrókur   |   Sími +354 455 6109   |   husfritimans1@skagafjordur.is